Sigurður E. Sigurðsson ráðinn framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs við Sjúkrahúsið á Akureyri

Sigurður E. Sigurðsson ráðinn framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs við Sjúkrahúsið á Akureyri

Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, hefur endurráðið Sigurð Einar Sigurðsson sem framkvæmdastjóra lækninga og framkvæmdastjóri handlækningasviðs við sjúkrahúsið. Staðan var auglýst til umsóknar 26. nóvember sl. og ein umsókn barst um starfið.

Sigurður E. Sigurðsson hefur unnið á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá árinu 2000 og hefur mikla þekkingu og reynslu á sviði klínískra- og stjórnunarstarfa. Sigurður hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra frá árinu 2012 verið staðgengill forstjóra og átt sæti í framkvæmdastjórn. Auk þess hefur Sigurður starfað sem sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum og m.a. gegnt starfi yfirlæknis á gjörgæsludeild. Sigurður hefur einnig setið í nefndum á vegum Heilbrigðisráðuneytis. 

Sigurður útskrifaðist sem læknir frá Háskóla Íslands 1987 og fékk viðurkenningu sem sérfræðingur í svæfingalækningum í Svíþjóð 1995 og á Íslandi 1997. Sigurður hefur lokið diplómanámi í heilbrigðisvísindum með áherslu á stjórnun. 


UMMÆLI