Sigurður Guð­munds­son látinn 53 ára að aldri

Sigurður Guð­munds­son látinn 53 ára að aldri

Sigurður Guðmundsson, athafnamaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, er látinn aðeins 53 ára að aldri. Sigurður bjó lengst af á Akureyri en hafði undanfarin ár búið í Sambíu þar sem hann lést í borginni Lusaka. Sigurður bjó þar með eiginkonu sinni Njavwa Namumba og tæplega árs gamla syni þeirra, fyrir átti Sigurður þrjú börn.

Sigurður starfrækti lengi þrjár minjagripaverslanir í miðbæ Reykjavíkur og á Akureyri undir merkjum The Viking en Penninn tók yfir reksturinn árið 2018. 

Í Sambíu rak hann ferðaþjónustufyrirtækið Four Hippos Travel ásamt eiginkonu sinni sem bauð Íslendingum að upplifa Afríku undir íslenskri leiðsögn. Þá stefndu þau á að hefja þar innflutning og sölu lyfja undir merkjum Viking Pharma.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó