Sigurganga KA/Þór heldur áfram

Ásdís Guðmundsdóttir

KA/Þór mætti Víkingum í Grill66 deild kvenna í dag. Liðið hafði sigrað alla leiki sína fyrir leikinn og voru í 2. sæti deildarinnar. Víkingar sátu í 5 sætinu með 5 stig.

KA/Þór voru frábærar í dag og unnu öruggan sigur 37-24 og skelltu sér á topp deildarinnar.

Hulda Bryndís var markahæst í liði KA/Þór með 8 mörk. Martha Hermannsdóttir skoraði 6 mörk, 4 úr vítaköstum. Ásdís Sigurðardóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir gerðu 5 mörk hvor. Ásdís Guðmundsdóttir og Steinunn Guðjónsdóttir gerðu 3 mörk og Auður Brynja og Þórunn Eva 2 mörk. Þá skoruðu Ólöf Marín, Þóra Björk og Kolbrún María allar 1 mark sem þýðir að allir útileikmenn liðsins komust á blað í dag.

Sunna Guðrún Pétursdóttir var sem fyrr öflug í markinu hjá KA/Þór og varði 11 skot.

UMMÆLI