Listasafnið á Akureyri

Símenntun Háskólans á Akureyri færir landsmönnum MBA nám á áður óséðu verði

Símenntun Háskólans á Akureyri færir landsmönnum MBA nám á áður óséðu verði

Samstarf Háskólans á Akureyri við University of Highlands and Islands (UHI) í Skotlandi gerir nemendum nú kleift að stunda nám við UHI í fjarnámi.

Ef þú ert með reynslu af atvinnumarkaðinum og vilt auka möguleika þína og færni til að takast á við krefjandi leiðtoga- og stjórnunarhlutverk þá er tækifærið hér. Símenntun Háskólans á Akureyri hefur opnað fyrir skráningar í MBA nám fyrir komandi misseri. Námið, sem spannar tvö misseri, fer alfarið fram á netinu. Þann 5. september verður vinnudagur fyrir væntanlega nemendur í húsakynnum Háskólans á Akureyri. Markmiðið með þeim vinnudegi er í fyrsta lagi að undirbúa nemendur í að vinna í fjarnámi og einnig að mynda tengsl sín á milli.  

Í náminu munu nemendur njóta tæknilegrar aðstoðar Símenntunar Háskólans á Akureyri ásamt almennri handleiðslu þegar við á. Þar sem námið er alfarið í höndum University of Highlands and Islands fer kennslan fram á ensku, fyrir utan vinnudaginn á Akureyri, sem fer fram á íslensku.   

Til þess að eiga möguleika á inngöngu í námið þurfa nemendur að hafa lokið grunngráðu á háskólastigi (180 ECTS einingar) og fer mat umsókna eftir árangri í fyrra námi og störfum eftir útskrift. Námið er vottað af QAA (The Quality Assurance Agency of Higher Education) í Bretlandi. Við námslok gefst nemendum kostur á að fara í ferð til Perth í Skotlandi til að taka við útskriftarskírteinum.  

Allar nánari upplýsingar um námið er að finna á vefsíðu Símenntunar.    

Sambíó Sambíó

UMMÆLI

Sambíó