Sindri Geir er nýr sóknarprestur Glerárkirkju

Sindri Geir er nýr sóknarprestur Glerárkirkju

Sindri Geir Óskarsson var valinn nýr sóknarprestur Glerárkirkju af kjörnefnd og fyrri í mánuðinum staðfesti biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir ráðningu hans.

Sindri Geir er ráðinn ótímabundið í starfið með hefðbundnum uppsagnarfresti. Hann fæddist í Osló 29. ágúst árið 1991 en er uppalinn á Akureyri. Sindri lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2010 og mag. theol.,-prófi frá Háskóla Íslands árið 2016.

Nokkru eftir að hann lauk guðfræðiprófi fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Noregs og starfaði þar sem „prestevikar“ (óvígður afleysingamaður prests), í tæp tvö ár.

Undanfarin ár hefur sr. Sindri Geir fengist við kennslu á Akureyri, unnið sem svæðistjóri KFUM & K á Norðurlandi og sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun.

Sr. Sindri Geir var vígður í desember síðastliðnum til að gegna afleysingarþjónustu í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Kona Sindra Geirs er Sigríður Árdal grunnskólakennari og eiga þau þrjú börn.

Í Glerárprestakalli er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn, með rúmlega sjö þúsund íbúa og eina kirkju, Glerárkirkju. Lögmannshlíðarsókn er á samstarfssvæði með Akureyrar-, Grundar-, Hóla-, Kaupangs-, Munkaþverár-, Möðruvalla- og Saurbæjarssóknum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó