Sindri opnar verslun á Akureyri

Sindri opnar verslun á Akureyri

Fagkaup hefur opnað glænýja Sindra verslun í hjarta atvinnusvæðisins að Óseyri 1, á Akureyri. Nýja verslunin er yfir 1.500 fermetrar að stærð og þar má finna gríðarlegt úrval vara en verslunin sameinar undir einu þaki vöruframboð tveggja leiðandi vörumerkja í byggingariðnaði og iðnþjónustu: Sindra og Áltaks.  Með þessari ráðstöfun styttist vegalengd viðskiptavina að öllum helstu verkfærum, efni og búnaði sem þeir þurfa til að keyra verkefnin áfram, frá grunni upp í þak.

Fullkomin framleiðsluaðstaða fyrir báru og klæðningar

Í ­húsnæðinu er jafnframt komin ný, hágæða framleiðslu­lína með sérhannaðri völsunarvél sem gerir það kleift að framleiða bæði bárujárn og álklæðningar á staðnum. Þetta þýðir styttri afgreiðslu­tíma og aukið öryggi í framboði efna og möguleikum á sérsniðnum lausnum fyrir viðskiptavini sem vilja hámarka endingu og fagurfræði í þak- og veggklæðningum.

Opnun föstudaginn 13. júní

Til að fagna þessum merku tímamótum bauð Fagkaup viðskiptavinum, samstarfsaðilum og öðrum aðilum á svæðinu að taka þátt í formlegri opnun föstudaginn 13. júní. Þar gafst gestum kostur á að skoða verslunina, kynna sér framleiðslulínuna og njóta léttra veitinga.

Frá opnun glæsilegrar verslunar Sindra á Akureyri.

„Þessi opnun markar stórt skref í því að efla nærveru okkar á Norðurlandi,“ segir Haraldur Líndal, forstjóri Fagkaupa.

Haraldur Líndal, forstjóri Fagkaupa, ávarpaði gesti í tilefni opnunarinnar.

„Við erum afskaplega þakklát fyrir þær móttökur sem við höfum fengið á norðurlandiog ánægð að geta bætt okkar þjónustu hér enn frekar. Við trúum því að þessi viðbót muni hjálpa til við að auka afköst og efla uppbyggingu á svæðinu,“ segir Haraldur.

Opnun Sindra verslunarinnar á Akureyri er liður í markvissri stækkunarstefnu Fagkaupa, sem miðar að því að bæta aðgengi iðnaðarmanna, verktaka og áhugafólks að traustu vöruúrvali, sérhæfðri ráðgjöf og innlendri framleiðslu. 

UMMÆLI