Sjáðu sigurmark Birkis Bjarna úr 360° myndavél

Sjáðu sigurmark Birkis Bjarna úr 360° myndavél

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason var hetja Aston Villa í 3-2 sigri á Wigan Athletic í ensku Championship deildinni um helgina.

Birkir skoraði sigurmark Aston Villa í uppbótartíma þegar Birkir var á réttum stað í teignum og lagði boltann yfir línuna.

Birkir lék allan leikinn í liði Villa en liðið hefur farið vel af stað og unnið báða leiki sína í deildinni.

Félagið var ánægt með okkar mann og setti magnað 360° myndband af markinu á YouTube síðu félagsins sem sjá má hér að neðan, smellið á myndbandið og hreyfið bendilinn til að sjá allar 360°.

 

Sjá einnig:

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

UMMÆLI