Sjö jarðskjálftar á Kópaskeri í nótt og morgun

Kópasker. Mynd: northiceland.is.

Viðvarandi jarðskjálftavirkni hefur verið í nágrenni Kópaskers síðustu daga þar sem 1-3 skjálftar hafa mælst þar daglega að sögn sérfræðings á jarðskjálftavakt Veðurstofunnar. Rúv greinir frá.

Frá miðnætti hafa nú mælst sjö jarðskjálftar við Kópasker. Sá stærsti varð um 10 mínútur í sex í morgun og var að stærðinni 3. Upptök hans voru 11,5 kílómetra vestur af Kópaskeri og íbúar þar fundu greinilega fyrir skjálftanum.
Annar stærsti skjálftinn var að stærðinni rúmlega 2 og aðrir skjálftar hafa verið minni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó