Prenthaus

Sjö virk smit skráð á Norðurlandi eystra

Sjö virk smit skráð á Norðurlandi eystra

Sjö virk Covid-19 smit eru nú skráð á Norðurlandi eystra á covid.is. Samkvæmt þeim tölum fjölgar um sex frá tölum gærdagsins. Fjórir eru skráðir í sóttkví á svæðinu. Þetta er mesti fjöldi sem hefur verið skráður í einangrun á svæðinu á árinu 2021.

Átta smit greindust innanlands í gær og voru allir í sóttkví, þá greindust fimm smit á landamærunum. Engar upplýsingar hafa fengist frá Almannavörnum eða Lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna smitanna sem skráð eru á Norðurlandi eystra.

Uppfært: Bara tveir skráðir í einangrun hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra

Sambíó

UMMÆLI