Sjötti sigur Akureyrar í röð

Akureyri sótti Stjörnuna U heim í dag og marði 26-25 marka sigur, en sigurmarkið kom úr vítakasti þegar hálf mínúta lifði leiks.
Leikurinn í dag er stjötti sigurleikur Akureyrar í röð, en liðið situr í 2. sæti deildarinnar með 16 stig, 2 stigum á eftir KA. Stjarnan-U er hins vegar enn í 7. sæti með 6 stig.

Markaskorarar Stjörnunnar U: Gunnar Johnsen 9, Hjálmtýr Alfreðsson 7, Bjarki Steinn Þórisson 2, Birgir Steinn Jónsson 2, Finnur Jónsson 2, Grímur Valdimarsson 1, Pétur Breki Blöndal 1.

Markaskorarar Akureyrar: Karolis Stropus 10, Hafþór Már Vignisson 6, Arnþór Gylfi Finnson 3, Friðrik Svavarsson 2, Patrekur Stefánsson 2, Igor Kopishinsky 2, Hilmir Kristjánsson 1.

UMMÆLI