Sjúkrahúsið á Akureyri á óvissustig

Sjúkrahúsið á Akureyri á óvissustig

Ákveðið hefur verið að setja Sjúkrahúsið á Akureyri á óvissustig og kemur það til vegna þess að gjörgæsludeild spítalans getur illa tekið við fleiri sjúklingum og mönnun þar er verulega ábótavant. Þetta kemur fram á vef Sjúkrahússins.

Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri undanfarið og hefur álagið farið vaxandi undanfarnar vikur. Það á sér margar skýringar en aðallega hefur innlögnum sjúklinga fjölgað og mannekla hefur verið viðvarandi.

Þá er einnig mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Ákvörðunin um að setja Sjúkrahúsið á Akureyri á óvissustig var tekin í gær en staðan verður endurmetin daglega.

UMMÆLI