Akureyri-Færeyjar

Skálin tekin í gagnið í Braggaparkinu

Skálin tekin í gagnið í Braggaparkinu

Braggaparkið á Akureyri fékk í vikunni leyfi fyrir því að taka Skálina í aðstöðuna í gagnið.

„Við hönnuðum þessa skál þannig svo hún hentar öllum, bæði byrjendum og lengra komnum þar sem það er hægt að velja sér hæð sem hentar hverjum og einum og unnið sig upp, þannig að allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi,“ sagði Eiki Helgason um skálina í spjalli við Kaffið á dögunum.

Sjá einnig: „Margir krakkar að reyna að sannfæra foreldra sína að flytja norður“

Hann hvetur alla til að fara varlega í skálina til að byrja með, hún sé ekki að fara neitt og því sé nægur tími til þess að læra á hana.

Hann segir að það hafi ekki verið einfalt að smíða skálina og að miklar pælingar hafi farið í vinnuna. Hann hafi þó fengið mikla aðstoð í gegnum sjálfboðavinnu einstaklinga og fyrir það sé hann þakklátur.

UMMÆLI