Uppselt er á tónleika Skálmaldar og kammerkórsins Hymnodiu í Hofi á laugardagskvöldið kemur. Því hefur aukatónleikum verið bætt við sama dag klukkan 17:00.
Tónleikarnir eru byggðir á verkefni Skálmaldar frá því í nóvember á síðasta ári en þá lék sveitin allar 6 hljóðversplötur sínar á 3 kvöldum í Eldborg, ásamt Hymnodiu. Tónleikarnir í Hofi eru niðursoðin útgáfa af því þrekvirki, svokallað „best of“.
Auk Hymnodiu stíga þau Edda Tegeder og Baldvin Kristinn Baldvinsson á stokk með Skálmöld þar sem þau túlka Hel og Níðhögg.
Miðasalan er á mak.is.
UMMÆLI