Skammtar af bóluefni fyrir 200 manns á Norðurland

Skammtar af bóluefni fyrir 200 manns á Norðurland

Í gær, 2. febrúar, bárust um 200 skammtar af Pfizer bóluefni á Norðurland sem verða nýttir til að bólusetja útkallslögreglumenn og þá sem eftir eru í heimahjúkrun.

Eldri borgarar eru næstir í forgangsröð og verður haldið áfram að bólusetja íbúa í þeim hópi eftir því sem bóluefni berst. Vonir standa til að í lok mars verði búið að bólusetja alla eldri en 70 ára.

Haft verður samband við íbúa og þeir boðaðir í bólusetningu þegar kemur að þeim.Við biðjum fólk að sýna þolinmæði. Það mun koma að öllum og enginn verður skilinn útundan.

UMMÆLI