Skellt í lás hjá Ásprent

Skellt í lás hjá Ásprent

Prentsmiðjunni Ásprent Stíll á Akureyri hefur verið lokað og starfsemin lögð niður. Þetta kemur fram á vef Vikublaðsins í dag.

Þar segir að skiptastjóri hafi tilkynnti starfsfólki þetta á fundi síðdegis í dag. Hjá Ásprent störfuðu 20 manns. Eins og kom fram í Vikublaðinu í síðustu viku var Ásprent tekið til gjaldþrotaskipta og fékk starfsfólk ekki greidd út laun núna um mánaðarmótin. 

„Rekstur félagsins hefur verið þungur síðustu misseri og áhrif COVID-19 faraldursins hafa haft afgerandi neikvæð áhrif. Tilraunir til fjárhagslegrar endurskipulagningar með viðskiptabanka félagsins tókust ekki,“ segir í frétt Vikublaðsins.

Tekið er fram að Vikublaðið, Dagskráin og Skráin, sem  Útgáfufélagið gefur út og prentuð voru í Ásprent, munu koma út áfram og hefur gjaldþrot Ásprents ekki áhrif á útgáfu þessara miðla.

Mynd: Vikublaðið.is

UMMÆLI