Skemmdarverk, ónæði og sóðaskapur á Hauganesi

Skemmdarverk, ónæði og sóðaskapur á Hauganesi

Elvar Reykjalín, eigandi og rekstraraðili heitu pottanna í Sandvíkurfjöru við Hauganes, hefur ákveðið að hér eftir verði lokað þar á kvöldin vegna slæmrar umgengni. Þetta kemur fram á Vísi.

Sjá einnig: Skemmdarverk við sjóböðin á Hauganesi: „Örugglega gert í einhverri fljótfærni”

Elvar segir þar að auk þess að umgengnin hafi verið slæm hafi fólk ekki verið að greiða aðgangseyri í pottana. Hann vilji ekki sjá fyllibyttur og sóða koma þangað.

Hingað til hefur verið opið þar allan sólarhringinn en upp á síðkastið hefur umgengni eftir helgar verið slæm samkvæmt Elvari. Þá hafa verið unnar skemmdir á munum og heimsóknir í pottana hafa skapað ónæði fyrir íbúa á Hauganesi. Elvar segir að slíkt verði ekki liðið.

Sambíó

UMMÆLI