Skíðasvæðið á Siglufirði er búið að opnaMynd/skardsdalur.is

Skíðasvæðið á Siglufirði er búið að opna

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnaði formlega 24. janúar og fyrr í vikunni hafði rekstraraðili boðið börnum að koma á svæðið en svæðið og aðstaða hafa verið mikið endurnýjað á síðustu mánuðum. Þetta kemur fram á vef Fjallabyggðar en þar segir einnig:

Opið var frá 15:00 – 19:00 í gær en upplýsingar um opnunartíma má finna hér Skíðasvæðið Skarðsdal Siglufirði og eru upplýsingar uppfærðar reglulega.  T-lyftan og Töfrateppið voru opin og má reikna með að svo verði áfram af veður og snjóalög leyfa.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó