Skíðasvæðið á Siglufirði opnar á morgun þremur vikum eftir snjóflóðin

Skíðasvæðið á Siglufirði opnar á morgun þremur vikum eftir snjóflóðin

Stefnt er að því að opna skíðasvæðið á Siglufirði aftur á morgun. Þetta kemur fram á vef RÚV. Tug milljóna tjón varð á svæðinu eftir snjófljóð 20. janúar síðastliðinn.

Til stóð að opna svæðið í dag að því varð ekki vegna veðurs. Skíðaskáli sem reistur var árið 2005 og fjórir gámar sem hýstu skíðaleigu eyðilögðust algerlega í snjófljóðinu.

Þá skemmdist annar snjótroðarinn sem svæðið hefur til umráða. Lyfturnar sjálfar virðast hafa sloppið, því nú þremur vikum eftir flóðið er búið að laga til í fjallinu og ekkert því til fyrirstöðu að opna. 

„Staðan í Skarðsdal er sú að búið er að tengja allt og lyftan var prufu keyrð í gær og allt klárt og stefnum á að opna á morgun,“  segir í tilkynningu á heimasíðu skíðasvæðisin

UMMÆLI