Skilaboð frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands í ljósi hertra aðgerða og aukningu á smitum í samfélaginu

Skilaboð frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands í ljósi hertra aðgerða og aukningu á smitum í samfélaginu

Heilbrigðisstofnun Norðurlands sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu fyrr í dag í ljósi hertra aðgerða og aukningu á smitum í samfélaginu:

„Mikilvægt er að fara strax í sýnatöku hversu lítilvæg sem einkennin eru. Ef þú ert með einkenni eða þig grunar að þú sért með smithaltu þig heima og skráðu þig strax í sýnatöku á Mínar síður á Heilsuveru. Ef þú ert ekki með rafræn skilríki, þá er hægt að hafa samband í síma við heilsugæsluna þína, Læknavaktina 1700 eða á netspjalli Heilsuveru. Það er mikilvægt að haga sér eins og þú sért í einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku berst. Það má alls ekki fara í eigin persónu á heilsugæslustöð eða Bráðamóttöku SAk ef þú ert með einkenni. Ef þig grunar að einhver í þínu nærumhverfi sé smitaður/smituðgættu þess að eiga ekki í nánu samneyti við viðkomandi. Ráðlegðu viðkomandi að fara í sýnatöku og einangra sig þar til neikvæð niðurstaða fæst.“

Sjá einnig: COVID-19: Stórhertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti – fjöldatakmörk 10 manns

UMMÆLI