Skipulag til fyrirmyndar í bólusetningum á Akureyri

Skipulag til fyrirmyndar í bólusetningum á Akureyri

Um 400 manns, eldri en 80 ára, voru bólu­sett­ir á Ak­ur­eyri í gær. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag um bólusetningar á landinu.

Sjá einnig: Bólusetningar á HSN fyrir íbúa 80 ára og eldri í næstu viku

„Þetta hef­ur allt gengið mjög vel, gott aðgengi og skipu­lagið er al­veg til fyr­ir­mynd­ar,“ seg­ir Inga Berg­lind Birg­is­dótt­ir, yf­ir­hjúkr­un­ar­fræðing­ur á Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands í samtali við Morgunblaðið.

Alls bár­ust 720 skammt­ar af Pfizer-bólu­efni á Norður­landið í upp­hafi vik­unn­ar og var það nýtt til að bólu­setja íbúa 80 ára og eldri. Bólu­setn­ing fór fram í húsa­kynn­um Slökkviliðs Ak­ur­eyr­ar og var fólk boðað í smá­um hóp­um, alls voru 24 bólu­sett­ir í einu.

UMMÆLI