Píludeild Þórs tilkynnti fyrr í dag á Facebook-síðu sinni um skráningu á mótið Akureyri Open 2025, öðru nafni Sjally Pally. Nafnið er vísun í heimsmeistaramótið í pílukasti sem gengur oft undir nafninu „Ally Pally“ þar sem mótið sjálft er haldið í Alexandra Palace í London.
Skráning á mótið hefst laugardaginn 1. febrúar kl 12:00 og hámarksfjöldi keppanda einungis 160 því verður fólk að hafa hraðar hendur þegar skráning hefst. Hægt er að sjá nánar um viðburðinn HÉR.
Hér að neðan má sjá myndband frá Píludeild Þórs þar sem fyrrum píludómaranum Russ Bray bregður fyrir en í tilkynningunni er koma hans boðuð á viðburðinn, þar segir „Hlökkum til að fá þennan mikla meistara á Akureyri Open og þenja raddböndin á sviðinu!“
UMMÆLI