Skúli Bragi snýr sér að nýjum verkefnum

Skúli Bragi snýr sér að nýjum verkefnum

Dagskrárgerðarmaðurinn Skúli Bragi Geirdal sem hefur slegið í gegn á N4 undanfarin ár mun snúa sér að öðrum verkefnum á næstu misserum. Á vef N4 segir að Skúli sé nýfluttur til Reykjavíkur en muni þó áfram vera með annan fótinn á sjónvarpsstöðinni.

Skúli hefur stýrt íþróttaþættinum Taktíkin á N4 og haft umsjón með þáttum eins og Uppskrift að góðum degi, Aftur heim, Lengri leiðin, Karlar og krabbamein, Eitt & Annað, Sögur frá Grænlandi, Að norðan, Að austan og Að vestan á Vestfjörðum.

Skúli var á meðal þeirra sem gaf út spilið Kjaftæði fyrir jól og þá kom hann einnig að Umhverfismálinu ásamt vinum sínum. Það verður áhugavert að sjá hverju hann tekur upp á næst.

Sjá einnig: Þrír Norðlendingar með það að markmiði að útrýma einnota kaffimálum á Íslandi

Skúli verður ennþá á skjánum hjá N4 í þáttunum Að Vestan, en þeir þættir eru á dagskrá á mánudögum kl. 20.00.

Sambíó

UMMÆLI