Prenthaus

Slysum á Akureyri fjölgar vegna hálku

Slysum á Akureyri fjölgar vegna hálku

Mikil hálka hefur verið á Akureyri undanfarna viku og hefur slysum fjölgað í bænum síðustu daga. Dæmi eru um alvarleg beinbrot vegna hálkunnar en erfitt er fyrir gangandi vegfarendur að forðast svellið. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri segir í samtali við RÚV að heimsóknum hafi fjölgað töuvert vegna hálku og sérstaklega hafi starfsmenn orðið varir við það nú síðustu vikuna. Hann segir að einnig hafi orðið árekstrarhrina í bænum sem mætti líklega tengja við hálkuna.

Sjá einnig: Fljúgandi hálka á Akureyri – Flutningabíll útaf vegi og strætó á eftir áætlun

Sigurður segir að þrátt fyrir að svellið hafi tekið verulega upp þá séu enn hálkublettir sem sjást ekki alltaf vel. Það geti verið erfitt fyrir gangandi vegfarendur að forðast þá.

UMMÆLI