Smitgát og viðbúnaður verið aukinn í allri starfsemi SAk

Smitgát og viðbúnaður verið aukinn í allri starfsemi SAk

Ráðstafanir hafa verið gerðar á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna ástandsins sem hefur skapast vegna COVID-19 veirunnar.

Til þess að draga úr hættunni á smiti og tryggja heilbrigðisþjónustu hefur smitgát og viðbúnaður verið aukinn í allri starfsemi SAk og meðal starfsfólks. Í hvívetna er smitgátar gætt í allri meðferð sjúklinga.

Á vef sjúkrahússins segir að gripið hafi verið til eftirfarandi aðgerða:

  1. Sérstök Covid-19 eining hefur verið stofnuð fyrir móttöku og innlagnir sjúklinga með grun um- og staðfest Covid-19 smit. 
  2. Legudeildir sjúkrahússins eru lokaðar fyrir gestum allan sólarhringinn. 
  3. Bráðaaðgerðir eru eingöngu gerðar meðan á samkomubanninu stendur. Valaðgerðir og lyfjaaðgerðir falla niður nema þær þoli ekki bið á tímabilinu. 
  4. Göngudeildarstarfsemi fellur niður frá og með 21. mars. Undantekningar eru gerðar á erindum sem þola ekki bið meðan samkomubannið gildir og ekki er hægt að leysa þau með símtali. Athugið að sjúklingar sem koma eru beðnir að gera það án fylgdarmanns og lögð er áhersla á að vernda sérstaklega viðkvæma sjúklinga. 
  1. Haft verður samband við sjúklinga sem eru ekki inniliggjandi og tímar afbókaðir og/eða fundinn nýr tími.
  2. Sjúklingum er boðið að fá símtal frá meðferðaraðila á þeim degi eða tíma sem bókaður var.
  3. Blóðprufur og myndgreining eru eingöngu gerðar þegar brýn nauðsyn er til. 
  4. Þegar þess er kostur og illfært er að fresta meðferð um 4-6 vikur fá dagdeildasjúklingar meðferð í gegnum fjarbúnað.

 Öllum skimunum fyrir brjósta- og leghálskrabbameini falla  niður um óákveðinn tíma

Minnt er á að öruggustu upplýsingar um þróun veirunnar er að finna á vef Embættis landlæknis en þær upplýsingar eru uppfærðar reglulega. 


UMMÆLI