Snæfríður gefur út nýja bók

Snæfríður gefur út nýja bók

Fjölmiðlakonan og Akureyringurinn Snæfríður Ingadóttir sendi á dögunum frá sér bókina Spánn – Nýtt líf í nýju landi.

Í bókinni eru upplýsingar sem hjálpa fólki sem íhugar flutninga til Spánar. Auk praktískra upplýsinga er í bókinni einnig að finna fjölda reynslusagna frá Íslendingum búsettum á Spáni og kanarísku eyjunum. 

Snæfríður hefur starfað sem blaðamaður í meira en 20 ár. Þá hefur hún áður skrifað ferðahandbækur um Tenerife og Gran Canaria sem og ferðahandbækur um Ísland fyrir erlenda ferðamenn.

Hún hefur sérstakan áhuga á Spáni og hefur ferðast mikið til Kanaríeyja. Hún bjó um tíma á spænsku eyjunni Tenerife og hugmyndin að bókinni kviknaði þegar hún þurfti sjálf að ganga í gegnum það ferli að sækja um spænska kennitölu, skrá börnin í spænskan skóla og huga að skattamálum.

Bókin er 132 blaðsíður og er sett upp á aðgengilegan og auðskiljanlegan hátt. Bókin er einungis fáanleg á vefversluninni lifiderferdalag.is  og fæst bæði sem rafbók og prentuð.

UMMÆLI