Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO

Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO

Yfir fimm þúsund svör bárust í árvissri jólakönnun ELKO sem send er á á viðtakendur póstlista fyrirtækisins í aðdraganda jóla. Annað árið í röð er jólagjöf ársins snjallsími, en efst á óskalista svarenda er jafnframt að finna snjallúr, pizzaofna, leikjatölvur og heyrnartól.

„Samkvæmt könnuninni eru Íslendingar sérlega áhugasamir um gjafir sem bæta lífsgæði og gera lífið skemmtilegra, hvort sem um er að ræða raftæki tengd afþreyingu eða þrifum,“ segir Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðssviðs ELKO. „Samnefnarinn með þeim tækjum sem koma efst á lista er kannski sá að þar er um að ræða tæki sem eru í notkun nær alla daga, allan ársins hring og endurnýjast hratt eins og símar, snjallúr og heyrnartól.“

NTC

Varan sem kom á óvart

Arinbjörn segir helst hafa komið á óvart í sviptingum á listanum að pizzaofnar hafi tekið stökk upp úr fimmta sæti í það þriðja í ár. „En kannski er það ekkert skrýtið því föstudagspizzan hefur víða skipað sér fastan sess í fjölskyldum og ekkert sem jafnast á við góða heimagerða pizzu.“

Í fyrra seldust stafrænir myndarammar upp fyrir jólin og nutu þannig laumuvinsælda, en í þá er hægt að hlaða myndum úr símum eða tengja þá við stafræn myndaalbúm. Þeir eru núna í tuttugasta sæti listans og eru kjörin gjöf fyrir þá sem eiga allt.

Hefðbundnar gjafir á borð við góða bók eiga líka sinn fasta sess, en jólabókin situr í 12. sæti listans. „Svo grunar mig að Stanley Quencher brúsarnir komi einnig til með að verða vinsæl jólagjöf en þeir hafa verið gríðarlega vinsældir frá því þeir voru teknir í sölu síðasta vetur eftir sannkallað æði fyrir slíkum brúsum vestanhafs. Einnig má segja að hár- og hármótunarvörur séu orðnar klassísk jólagjöf en þessar vörur rata alltaf á óskalistann og eru hástökkvarinn á óskalistanum í ár,“ segir Arinbjörn.

Nærri helmingur fær sér jóladagatal

Könnunin náði til fleiri þátta en vinsælda áveðinna gjafa og má greina aukningu í að fólk yfir 18 ára aldri fái í skóinn á aðfangadag, en það gera um 30 prósent landsmanna samkvæmt könnuninni. Þá kaupa rúm 45 prósent jóladagatal, en úrval slíkra dagatala hefur aukist síðustu ár, frá hefðbundnum súkkulaðidagatölum yfir í unaðsvörudagatöl og allt þar á milli.

„Svo má sjá að ný jólahefð er að ryðja sér til rúms en það kemur fram að rúm 15 prósent heimila taka þátt í prakkarastrikum álfsins í desember, en það er erlend hefð kennd við Elf in a shelf. Við sjáum líka á listanum samverustundir, upplifanir og ferðalög, auk þess að oft er nefndur fatnaður og spil,“ segir Arinbjörn.

Heildarmyndin sem draga megi upp af niðurstöðunum segir hann sýna að hér sé enn haldið fast í gamlar og góðar jólahefðir, þó einhverjar þeirra hafi mögulega verið lagaðar að nýrri tækni svo sem lesbrettum fyrir jólabækur, og svo nýjungar á borð við prakkarastrik jólaálfsins.

NTC

Spurt út í kauphegðun fólks

„Við sjáum líka að langflestir byrja að jólagjafakaupin í nóvember og æ fleiri nýta afsláttardaga í þeim mánuði til gjafakaupa. 56 prósent ætla að verja sömu upphæð til gjafa og í fyrra, rúmur fjórðungur segist ætla að lækka upphæðina og um 16 prósent ætla að verja meiru í gjafir í ár.“

Arinbjörn segir líka koma fram að tæp 60 prósent hafi þurft að skila gjöf, en réttur til skila er framlengdur í ELKO um jól og nær út janúarmánuð. „Það á enginn að þurfa að rjúka til milli jóla og nýárs til þess að skila og skipta gjöfum, en viðskiptavinir fá alltaf fullt verð vöru við skil óháð því hvort hún sé komin á útsölu eða ekki.“

Röðun í efstu sæti listans:

1.            Snjallsímar

2.            Snjallúr

3.            Pizzaofn

4.            Leikjatölva

5.            Heyrnartól

6.            Air fryer ofn

7.            Ást, umhyggja og samverustundir

8.            Hárvara             

9.            Ryksuga

10.         Sjónvarp

11.         Vatnsflaska

12.         Lesbretti eða bók

13.         VR gleraugu

14.         Upplifun og ferðalög

15.         Spjaldtölva

16.         Fartölva             

17.         Kaffivél

18.         Nuddtæki

19.         Hátalari

20.         Stafrænn myndarammi

21.         Hitateppi

22.         Gjafabréf

23.         Plötuspilari

24.         Snjallheimilisvörur

VG

UMMÆLI