Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme snýr aftur

Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme snýr aftur

Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme snýr aftur dagana 31.mars – 3.apríl á Akureyri. Hátíðin er haldin í Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í  Skátagili, Vamos og Sjallanum. Hátíðin fór síðast fram árið 2018.

Ólíkt fyrri árum þá verður ekki gámastökk haldið í Gilinu heldur verða margir viðburðir í Hlíðarfjalli ásamt Red Bull Jib keppni sem haldin verður í Skátagilinu í miðbænum á laugardagskvöldinu.

Öflug tónleikadagskrá verður í boði í Sjallanum föstudags- og laugardagskvöld en þar koma fram:  

Aron Can, Birnir, Birgir Hákon, Big Baby, Bríet, Emmsjé Gauti, Gugusar, KÁ-AKÁ, Issi, Yung Nigo Drippin’ og fleiri.

Miðasala á tónlistarviðburði AK Extreme fer fram á tix.is (https://tix.is/is/event/12858/ak-extreme/ ) 

Einungis verður selt inn á tónlistarviðburðina í Sjallanum. Frítt er inn á opnunarkvöldið á fimmtudag, þar sem DJ KARÍTAS sér um tónlistina, á Vamos og einnig er frítt á Red Bull Jib mót á laugardagskvöldinu.

Armbandið í Sjallann kostar 7.900 kr fyrir föstudag og laugardag. Einnig verður selt við hurð á viðburðina meðan húsrúm leyfir. Þess ber að geta að uppselt var í Sjallann síðast.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar: http://www.facebook.com/akxtreme 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó