Söfnunartónleikar fyrir fjölskyldu Kolfinnu Eldeyjar í Akureyrarkirkju á morgun

Söfnunartónleikar fyrir fjölskyldu Kolfinnu Eldeyjar í Akureyrarkirkju á morgun

Kammerkórinn Hymnodia stendur fyrir söfnunartónleikum í Akureyrarkirkju annað kvöld, miðvikudaginn 2. október. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og verður aðgangur ókeypis, en tekið verður á móti frjálsum framlögum. Fé sem safnast fer til stuðnings fjölskyldu Kolfinnu Eldeyjar, ungu stúlkunni sem fannst látin við Krýsuvíkurveg fyrir rúmum tveim vikum síðan. Tekið er við framlögum í reiðufé en einnig er hægt að leggja inn á eftirfarandi söfnunarreikning:

Kennitala: 170483-4569. Reikningsnúmer: 0192-26-21239

Á Facebook viðburði fyrir tónleikana segir að „fjöldi vina kórsins úr hópi norðlensks tónlistarfólks“ sláist í för með kórnum og er þar aldeilis ekki tekið til óþarfa stóryrða, því gestalistinn er jafnt langur sem glæsilegur. Rakel Hinriksdóttir les ljóð og Hildur Eir Bolladóttir verður kynnir. Kammerkórinn Hymnodia flytur sjálfur eitt lag við ljóð eftir Hannes Sigurðsson og síðan mun aragrúi norðlensks tónlistarfólks stíga á stokk. Að lokum sameinast svo allir flytjendur í lokalagi. Áður ónefndir flytjendur sem koma fram á tónleikunum eru eftirfarandi:

Anna Skagfjörð
Elvý G. Hreinsdóttir
Eyþór Ingi Jónsson
Guðrún Arngrímsdóttir
Hallgrímur Jónas Ómarsson
Haukur Pálmason
Hildur Eir Bolladóttir
Ívar Helgason
Jón Þorsteinn Reynisson
Karlakvartett
Kristjana Arngrímsdóttir
Magni Ásgeirsson
Maja Eir Kristinsdóttir
Óskar Pétursson
Poppveislan
Rakel Hinriksdóttir
Rúnar Eff
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir
Stefán Elí
Stefán Gunnarsson
Sumarliði Helgason
Trausti Ingólfsson
Valgarður Óli Ómarsson
Þórhildur Örvarsdóttir

Sambíó

UMMÆLI