Sólborg og Þorsteinn gestir í Vaknaðu

Sólborg og Þorsteinn gestir í Vaknaðu

Í þætti vikunnar af Vaknaðu eru Sólborg Guðbrandsdóttir og Þorsteinn V. Einarsson gestir hjá þeim Ásthildi og Stefaníu. Sólborg heldur úti Instagram aðganginum Fávitar og Þorsteinn heldur úti Instagram aðganginum Karlmennskan.

Í þættinum ræða þau við þáttastjórnendur um karlmennsku, kynlíf, samþykki, jafnrétti, femínisma og fleira.

Ungu femínistarnir Ásthildur Ómarsdóttir og Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir hófu göngu sína með nýja hlaðvarpið Vaknaðu á dögunum. Í hlaðvarpinu ræða þær bæði sín á milli og við aðra einstaklinga sem tengjast jafnréttisbaráttunni og uppfærslu Íslands á einn eða annan hátt.

Hlustaðu á þátt vikunnar í spilaranum hér að neðan.

https://open.spotify.com/show/3nTq0rtguMZ13mOOcgEx6n?si=gYbgrGLLQD-fZGhawozYCQ

UMMÆLI