Sóley Björk segir sölu á áfengi í Hlíðarfjalli ekki viðeigandi

Sóley Björk segir sölu á áfengi í Hlíðarfjalli ekki viðeigandi

Sóley Björg Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi VG, sagði sölu áfengis í Hlíðarfjalli ganga harðlega gegn forvarnarstefnu bæjarins á fundi bæjarstjórnar í dag, 11. mars.

Hún segir sölu áfengis í Hlíðarfjalli á engan hátt viðeigandi. Á svæðinu hafi hingað til ungt fólk, börn og fjölskyldur notið útivistar og samveru sem er að hennar mati mikilvægur þáttur í þjónustu við íbúa bæjarins.

Sjá einnig: Bæjarráð tekur vel í umsókn um vínveitingarleyfi í Hlíðarfjalli

„Þessi ákvörðun samræmist á engan hátt því ákvæði í samstarfssáttmála bæjarstjórnar um að setja hagsmuni barna og ungmenna í forgang. Vert er að benda á að mikil hætta getur skapast í brekkunum hafi skíðafólk ekki fulla stjórn á hreyfingum sínum. Sé það vilji meirihluta bæjarráðs að leyfa sölu áfengis í Hlíðarfjalli ætti í það minnsta að setja þröngar skorður og aðeins leyfa vínveitingar í veitingasölu og ekki megi afgreiða áfengi í öðum umbúðum en opnum glösum,“ segir í bókun Sóleyjar.

UMMÆLI