Prenthaus

Sömdu lag um Vaðlaheiðagöng sem hefur slegið í gegn – ,,Það vilja allir fara inn í mig en það vill enginn borga fyrir það“Vandræðaskáldin Vilhjálmur og Sesselía.

Sömdu lag um Vaðlaheiðagöng sem hefur slegið í gegn – ,,Það vilja allir fara inn í mig en það vill enginn borga fyrir það“

Söng- og gríndúettinn Vandræðaskáld er orðinn vel þekktur á Norðurlandi, og reyndar landinu öllu fyrir sína snilli í bæði talandi- og tónlistarformi. Þau Vilhjálmur B. Bragason og Sesselía Ólafsdóttir mynda saman dúettinn og hafa verið iðin að koma fram á skemmtunum víðsvegar um landið og birta reglulega sitt frumsamda efni á samfélagsmiðlum.

#aðgát skal höfð í nærveru ganga

Eins og flestum er kunnugt opnuðu Vaðlaheiðargöngin í lok síðasta árs en formleg opnun þeirra var núna í janúar. Vandræðaskáldin komu fram á opnunni og sungu lag sem þau sömdu um göngin. Lagið birtu þau á facebook um helgina en þau segjast hafa samið lagið út frá sjónarhóli ganganna.
,,Núna í janúar opnuðu Vaðlaheiðargöng og fólk fór strax að rífast um hvað ætti eiginlega að kosta í göngin. Margir hótuðu því að þeir myndu aldrei keyra í gegnum þessi göng því þetta væri allt of dýrt. Við fórum þess vegna að hafa samúð með göngunum og hugsuðum: Það eru engir tónlistarmenn í því semja lög út frá sjónarhóli umferðarmannvirkja,“ segja Vandræðaskáldin og þurftu að sjálfsögðu að bæta strax úr því.

Horft hefur verið á myndbandið yfir 15.000 sinnum frá því að það fór á facebook um helgina. Hér að neðan má hlusta á lagið um Vaðlaheiðargöng.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó