Sönn norðlensk sakamál – 14 teknir fyrir of hraðan akstur

Lögreglustöðin

Lögreglustöðin á Akureyri. Mynd: Kaffið.is/Jónatan.

Í nýliðinni viku, 9. – 15. apríl, var ýmislegt um að vera hjá embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Starfsmenn embættisins sinntu sjö umferðaróhöppum en í einu þeirra tilfella slasaðist fólk. Þá voru:

  • 14 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur
  • 1 ökumaður kærður fyrir að tala í síma við akstur
  • 2 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur
  • 1 ökumaður stöðvaður við akstur sem hafði áður verið sviptur ökuréttindum
  • 1 líkamsárás var kærð
  • Dróna var flogið nærri íbúabyggð en hann var farinn þegar lögregu bar að og fannst ekki

Umferðareftirlitsmenn embættisins voru á faraldsfæti í vikunni þar sem m.a. var fylgst með réttindum ökumanna, stærð og þyngd ökutækja og frágangi á farmi. Flestir ökumenn voru með allt sitt á hreinu en einhver afskipti enduðu þó með kæru.

Ammoníak-leki á Dalvík 
Fjölbreytt atvik komu inn á borð lögreglunnar í vikunni eins og alltaf en ber þar helst að nefna ammoníak-leka sem átti sér stað á Dalvík. Þá voru íbúar beðnir að loka gluggum meðan að mengunin leið hjá.

Einnig tók bát niðri við Rauðanes þar sem þrír voru um borð en þeim var ekki meint af og báturinn var dreginn til hafnar á Þórshöfn.

Sönn norðlensk sakamál er yfirlit yfir helstu verkefni lögreglunnar á Norðurlandi eystra í vikunni sem leið og er fastur liður í vikufréttablaðinu Norðurlandi, sem kemur út annan hvern fimmtudag í 13.000 eintökum, ásamt Kaffid.is. Þessi þáttur er unninn í samstarfi við lögregluna og er ætlaður til að upplýsa samfélagið um það fjölbreytta starf sem lögreglan vinnur og þau saknæmu athæfi sem eiga sér stað í nærumhverfi okkar daglega.

Framsókn

UMMÆLI