Sóttu slasaða skíðakonu í Karls­ár­dal

Sóttu slasaða skíðakonu í Karls­ár­dal

Slösuð kona var sótt af björg­un­ar­sveit í Karls­ár­dal, norðan Dal­vík­ur, í dag. Útkall vegna kon­unn­ar barst björg­un­ar­sveit um klukk­an tvö eft­ir að til­kynn­ing barst Neyðarlínu. Flytja þurfti kon­una um fjög­urra kíló­metra leið að bíla­stæði þar sem sjúkra­bíll beið. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Lands­björg.

Björg­un­ar­sveitar­fólk fór á vélsleðum á vett­vang og hlúði að kon­unni sem var slösuð á fæti eft­ir að hún hafði dottið á skíðum. Hún var flutt á vélsleða að sjúkra­bíl sem lagði af stað rétt í þessu með kon­una til skoðunar á sjúkra­stofn­un.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó