Spá fallbaráttu á Akureyri

Spá fallbaráttu á Akureyri

Akureyrarliðin í handbolta eiga erfiðan vetur í vændum ef marka má árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna. KA/Þór, KA og Akureyri komust öll upp í Olís-deildirnar fyrir tímabilið.

KA mönnum er spáð neðsta sætinu í Olís-deild karla en Akureyri er spáð þriðja neðsta sæti. Í Olís-deild kvenna er KA/Þór spáð næst neðsta sæti.

Í bæði karla- og kvennaflokki er Val spáð sigri. Spáin var birt á kynningarfundi deildanna á Grand Hótel í vikunni.

Spáin fyrir Olís-deild kvenna:
1. Valur – 167 stig
2. Fram – 148
3. ÍBV – 140
4. Haukar – 114
5. Stjarnan – 98
6. Selfoss – 92
7. KA/Þór – 59
8. HK – 51

Spáin fyrir Olís-deild karla:
1. Valur – 388
2. Haukar – 349
3. ÍBV – 341
4. Selfoss – 325
5. FH – 271
6. Afturelding – 229
7. ÍR – 222
8. Stjarnan – 212
9. Fram – 143
10. Akureyri – 116
11. Grótta – 108
12 KA – 103

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó