BARR

Spænskur miðjumaður til Þórs

Nacho Gil við undirritun samningsins við Þór.

Knattspyrnudeild Þórs hefur samið við Nacho Gil, sem er 25 ára gamall spænskur miðjumaður og kemur frá Cd Mostoles URJC.

Þjálfarateymi Þórs skoðaði leikmanninn þegar liðið var í æfingaferð á Spáni fyrir skemmstu og leist afar vel á kappann. Nú hafa samningar tekist og mun hann leika með Þór í Inkasso deildinni í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag. 

UMMÆLI