Stærsta N1 mót frá upphafi

Stærsta N1 mót frá upphafi

Á morgun mun hið árlega N1 mót KA hefjast en í ár eru liðin 30 ár frá fyrsta mótinu.
Á mótinu keppir 5. flokkur drengja og mæta lið frá öllum landshlutum en keppendur í ár eru um 1900 í 188 liðum, en það gerir mótið að fjölmennasta mótinu hingað til.
Mótið hefst á morgun 5. júlí og lýkur á laugardaginn.

Fjölskyldur og þjálfarar fylgja keppendum á mótið sem hefur fest sig í sessi sem einn stærsti viðburður sumarsins hjá mörgum. Því er búist við þúsundum gesta til Akureyrar í tengslum við mótið.

Mótið er að margra mati það stærsta á yngri flokka ferlinum en flestir ef ekki allir landsliðsmenn Íslands hafa leikið á mótinu eins og sjá má í þessari skemmtilegu auglýsingu.

UMMÆLI