Starfsemi Blackbox og Fabrikkunnar á Akureyri á fullt aftur eftir takmarkanirHjónin Jóhann Stefánsson og Katrín Ósk Ómarsdóttir ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni.

Starfsemi Blackbox og Fabrikkunnar á Akureyri á fullt aftur eftir takmarkanir

Hjónin Jóhann Stefánsson og Katrín Ósk Ómarsdóttir, keyptu rekstur Hamborgarafabrikkunnar á Akureyri sumarið 2019. Síðan þá hafa takmarkanir vegna Covid-19 faraldursins haft mikil áhrif á starfsemina en hjónin hafa þrátt fyrir erfiða tíma verið afkastamikil.

„Við ákváðum að nýta tímann þegar mestu rólegheitin stóðu yfir og opnuðum við Blackbox innan veggja Fabrikkunnar og erum við því með þessi tvö vörumerki í sambúð. Það hefur heppnast gríðarlega vel,“ segir Katrín Ósk í spjalli við Kaffið.is. Samtímis juku þau þjónustuna með því að gera fólki kleift að panta á netinu frá heimasíðum staðanna – blackboxpizza.is og fabrikkan.is.

Síðastliðið haust var ákveðið að stytta opnunartíma staðanna vegna aðstæðna sem mynduðust í faraldrinum. Þá var einungis opið frá klukkan 17.00 á stöðunum.

Nú hafa þau hinsvegar ákveðið að fara af stað með hádegisopnun á nýjan leik og full opnun snýr aftur frá og með 1. júní næstkomandi.

„Við förum rosalega bjartsýn inn í sumarið. Með hækkandi sól og takmarkalausu samfélagi var ákveðið í byrjun mars að vera með hádegisopnun frá 11:30-14:00 alla virka daga og erum við með frábær hádegistilboð í boði hjá okkur á þessum tíma. Allar pizzur á Blackbox eru á 2200 krónur og aðrir aðalréttir á báðum stöðum eru á 2500 krónur.“

Þessi grein er kostuð af Hamborgarafabrikkunni á Akureyri. Smelltu hér til þess að kynna þér auglýsingatilboð á Kaffið.is.

Sambíó

UMMÆLI