Starfsemin í Rósenborg kynnt fyrir bæjarbúum

Starfsemin í Rósenborg kynnt fyrir bæjarbúum

Á fimmtudaginn, 20. september, verður opið hús í Rósenborg á Akureyri frá klukkan 16 til 19. Þá verður starfsemin í húsinu kynnt fyrir gestum og gangandi, boðið upp á lifandi tónlist, heitt kakó og kleinur.

Samfélagssvið Akureyrarbæjar sér um starfsemi í Rósenborg en undir það svip tilheyra æskulýðs- og forvarnarmál, tómstundir, íþróttamál, jafnréttis- og mannréttindamál. Einnig Akureyrarstofa sem sé um ferða-, menningar-, atvinnu- og kynningarmál bæjarins.

Fólki verður boðið að heimsækja þetta fornfræga hús sem teiknað er af Guðjóni Samúelssyni, skoða húsakynnin og fræðast um þá fjölbreyttu starfsemi sem fer þarna fram.

Kennarar Punktsins kynna námskeið vetrarins, skyggnst verður inn í undraheima Félagsmiðstöðva Akureyrar, ungt tónlistarfólk stígur á stokk víðsvegar um húsið og opið verður á sumarsýningu Ungmennahússins, ásamt fleiru.

UMMÆLI