Starfsfólk FÉLAK gagnrýnir ákvörðun bæjarins

Starfsfólk FÉLAK gagnrýnir ákvörðun bæjarins

Starfs­fólk FÉLAK, fé­lags­miðstöðva á Ak­ur­eyri, hefur gagnrýnt og lýs­t yfir djúp­stæðum áhyggj­um vegna skipu­lags­breyt­inga sem samþykkt­ar voru af bæj­ar­ráði Ak­ur­eyr­ar fyrr í vik­unni en sam­hliða þeim var öllu starfs­fólki fé­lags­miðstöðva í bæn­um sagt upp. Starfsfólk hefur skrifað opið bréf sem má lesa hér.

Á þriðjudaginn síðastliðinn var öllu starfsfólki sagt upp störfum og sumum boðin ný störf innan Akureyrarbæjar. Breytingarnar fela í sér að félagsmiðstöðvar heyra undir skóla sem starfsfólk FÉLAK segir að sé beinlínis í andstöðu við viðurkenndar fræðilegar ráðleggingar og faglegar verklagsreglur í æskulýðsstarfi.

Í kjöl­farið verður starf Ung­menna­húss­ins sem þjón­ust­ar börn á aldr­in­um 16-18 ára og Virk­is­ins, þjón­ustu- og ráðgjafa­set­ur sem þjón­ust­ar fólk á aldr­in­um 18-20 ára, flutt í tvær aðskild­ar ein­ing­ar með ólík­um áhersl­um.

Í bréfinu sem starfsfólk FÉLAK skrifaði er sérstaklega bent á að ekki var haft samband við Ungmennaráð Akureyrar við undirbúning breytinganna, þrátt fyrir að það gangi gegn viðmiðum Barnvæns sveitarfélags sem Akureyrarbær hefur skuldbundið sig til að fylgja. Jafnframt að breytingarnar gangi gegn nýjum æskulýðslögum sem verða lögð fram fyrir Alþingi næsta haust, lögum sem leggja ríka áherslu á virka þátttöku barna og ungmenna, lýðræði og sjálfstæði æskulýðsstarfs.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó