Prenthaus

Starfsfólk í Lundarskóla einkennalaust

Starfsfólk í Lundarskóla einkennalaust

Allt starfsfólk Lundarskóla á Akureyri er enn einkennalaust utan þess starfsmanns sem er smitaður af Covid-19. Starfsfólk skólans fer líklegast í sýnatöku á miðvikudag vegna smits sem kom upp hjá starfsmanni skólans fyrr í vikunni. Þar sem starfsfólkið er einkennalaust er ekki forgangsatriði að það komist í skimun. Þetta kemur fram á vef Mbl.is.

Karl Frí­manns­son, sviðsstjóri fræðslu­sviðs Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar, segir í samtali við Mbl.is að það sé ánægjulegt að útlit sé fyrir að smitið hafi ekki verið útbreitt innan skólans. Starfsmaðurinn hafi þá ekki verið í návígi við nemendur áður en hann smitaðist og því hafi þeir ekki þurft að fara í sóttkví.

Sambíó

UMMÆLI