Starfsmaðurinn ekki verið í snertingu eða samskiptum við nemendur

Starfsmaðurinn ekki verið í snertingu eða samskiptum við nemendur

Starfsmaður Lundarskóla sem greindist með Covid-19 smit hafði ekki verið í snertingu eða samskiptum við nemendur frá því hann var útsettur fyrir smiti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ.

„Að kröfu sóttvarnalæknis og til að gæta fyllsta öryggis þurfa nemendur í 1.-6. bekk að vera heima meðan á smitrakningu stendur eða að öllu óbreyttu til fimmtudagsins 1. október nk. Lundarskóli við Dalsbraut verður því lokaður næstu daga,“ segir í tilkynningu Akureyrarbæjar en þar kemur einnig fram að fyrst og fremst sé um varúðarráðstöfun að ræða.

Sjá nánar: Covid smit í Lundarskóla

UMMÆLI