Starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri fengu góða gjöf

Starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri fengu góða gjöf

Í dag fengu þeir starfsmenn á Sjúkrahúsinu á Akureyri sem sjá um móttöku og umönnun þeirra sem eru með covid smit eða þeirra sem eru grunaðir um að vera með smit góða gjöf frá ORF Líftækni/Bio Effect á Íslandi.

Gjöfin inniheldur EGF-húðdropa, vinsælustu vöru fyrirtækisins. Í tilkynningu á Facebook-síðu sjúkrahússins segir að Bio Effect sé eitt af mörgum fyrirtækjum sem hafa staðið með Sjúkrahúsinu og stutt starfsfólk með gjöfum á þessum erfiðu tímum í faraldrinum.

Sjá einnig: Tengir gaf sjúkrahúsinu barkaþræðingatæki

Í orðsendingu frá fyrirtækinu stóð: „Við viljum þakka ykkur fyrir að standa vaktina fyrir þjóðina á þessum erfiðu tímum. Eftir að hafa séð myndir af heilbrigðisstarfsfólki með þurra og sára húð eftir langvarandi notkun á andlitsgrímum og öðrum öryggisbúnaði, bæði á Íslandi og víðsvegar um heiminn, viljum við leggja okkar af mörkum. Við vonum að gjöfin komi að góðum notum og viljum þakka fyrir ykkar ómetanlegu störf.“

Húðdropunum var meðal annars dreift á bráðamóttöku og Covid deild sjúkrahússins. 

UMMÆLI