Færeyjar 2024
Kvennaathvarfið

Starfsmenn Þrastarlundar heiðraðirÁ myndinni eru talið frá vinstri: Kristinn Már Torfason forstöðumaður, Guðmundur Karlsson, Tómas Jóhannesson, Gísli Andrésson, Stefán Guðlaugsson, Erlingur Guðmundsson, Torfi Ólafsson, Gestur Guðrúnarson og Arne Friðrik Karlsson. Mynd: Akureyrarbær.

Starfsmenn Þrastarlundar heiðraðir

Á dögunum var efnt til fagnaðar í þjónustukjarnanum Þrastarlundi þar sem starfsmenn voru heiðraðir fyrir vel unnin störf og langan starfsaldur. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fjölmargir starfsmenn staðarins hafa þar langan starfsaldur en lengstan starfsaldur almennra starfsmanna hefur Stefán Guðlaugsson sem hefur starfað með fötluðum í meira en 30 ár. Fjórir starfsmenn hafa starfað í meira en tuttugu ár en það eru Gísli Andrésson, Torfi Ólafsson, Guðmundur Karlsson og Erlingur Guðmundsson. Í meira en 10 ár hafa svo starfað Tómas Jóhannesson, Gestur Guðrúnarson og Lúðvík Trausti Lúðvíksson. Sérstaklega var heiðraður Arne Friðrik Karlsson fyrir starf sitt við uppbygginu starfseminnar í tæp 20 ár en hann starfar nú sem leiðandi forstöðumaður hjá Velferðarsviði Reykjavíkur.

UMMÆLI

Sambíó