Stefán Elí ferðast til stjarna í nýju lagi

Stefán Elí ferðast til stjarna í nýju lagi

Akureyrski tónlistarmaðurinn Stefán Elí var að senda frá sér tvö splunkuný og tilfinningarík lög sem saman bera heitið ,,Trip to the Stars”. Stefán Elí samdi bæði lögin og textann, auk þess að sjá um allan hljóðfæraleik og upptökur sjálfur. Hljóðblöndun og mastering var í höndum Hauks Pálmasonar.

Trip to the stars er upphaf á stærra verkefni hjá Stefáni sem mun vara fram á vor. Verkefnið heitir ,,Break My Heart so I Know” og mun það verkefni fela í sér útgáfu á amk einu nýju lagi í hverjum mánuði út veturinn. Þetta er einnig nafnið á playlista sem inniheldur töluvert af uppáhaldslögum Stefáns og í hverjum mánuði mun nýja efnið sem hann gefur út bætast á listann.

Stefán Elí hefur spilað mikið í sumar, og m.a. töluvert af rólegri tónleikum þar sem hann kom fram bara með gítarinn. “Ég held að það hafi haft ákveðin áhrif á tónlistarsköpunina mína þar sem ég er farinn að nota gítarinn mikið meira og hugsa pínu um hvernig ég muni spila lögin live þegar ég er að semja.” ,,Mér líður eins og í þessu lagi/lögum taki ég tónlistina á annað þrep en í því sem ég hef gefið út fram að þessu. Þetta er mjög tilraunakennt verk og ég var mikið að prófa mig áfram með nýjar pælingar en, þótt ég segi sjálfur frá, finnst mér það hafa heppnast mjög vel.”

Trip to the Stars kom á allar helstu tónlistarveitur í dag, föstudaginn 5. Október. Hér að neðan er hægt að spila lögin á Spotify.

UMMÆLI

Sambíó