Prenthaus

Stefán Elí gefur út nýtt lag frá Gvatemala

Stefán Elí gefur út nýtt lag frá Gvatemala

Akureyringurinn Stefán Elí Hauksson sendi í vikunni frá sér nýtt lag. Lagið heitir Big Blessings og er tekið upp í Gvatemala, þar sem Stefán býr í augnablikinu.

„Það nærir hjarta mitt að skapa list og ég fyllist af spenningi og gleði þegar kemur að því að deila sköpunarverkum mínum með ykkur. Nú er stundin runnin upp og það er með mikilli ánægju sem ég deili mínu nýjasta verki Big Blessings. Lagið samdi ég og tók upp hér við vatnið Atitlán í Guatemala þar sem ég bý nú. Big Blessings (Stórar Blessanir) er áminning um heilagleika sköpunarinnar og um valið sem við öll höfum til þess að skapa það líf sem okkur raunverulega langar til þess að lifa. Við höfum val til þess að sleppa tökunum af neikvæðni og því sem okkur ekki þjónar til þess að stíga inn í okkar æðsta sjálf og upplifa allar hinar óteljandi blessanir sem lífið ber með sér. Ásetningurinn bakvið lagið er að skýna ljósi, ást og meðvitund inn í heiminn og að veita hlustendum innblástur til að gera slíkt hið sama,“ segir Stefán um lagið.

Hlustaðu á lagið í spilaranum hér að neðan:

Sambíó

UMMÆLI