Stefán Valmundarson nýr út­varps­stjóri Sýnar

Stefán Valmundarson nýr út­varps­stjóri Sýnar

Akureyringurinn Stefán Valmundarson hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Sýnar. Hann mun stýra starfsemi útvarpsstöðvanna Bylgjunnar, FM957, X977, Léttbylgjunnar, Gullbylgjunnar og hlaðvarpsveitunnar TAL. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn sem birtist á vef Vísis.

Í tilkynningunni segir að Stefán búi yfir víðtækri reynslu í útvarps- og hljóðmiðlum, bæði á Íslandi og erlendis. 

„Hann hefur frá árinu 2023 starfað sem deildarstjóri hljóðlausna hjá Sýn. Áður starfaði hann hjá bandaríska framleiðslufyrirtækinu ReelWorld, sem er leiðandi í hljóðhönnun og ímyndarsköpun fyrir útvarp. Þar á undan stýrði Stefán allri hljóðframleiðslu fyrir Capital FM í London, einni stærstu útvarpsstöð Evrópu,“ segir í tilkynningunni.

„Ég hlakka til að vinna að spennandi þróun og nýjungum – bæði innan útvarpsins og fyrirtækisins í heild. Það er mér mikill heiður að fá að leiða þetta öfluga svið,“ segir Stefán.

Mynd: Anton Brink/Vísir.is

UMMÆLI