Prenthaus

Stefna á að byggja 120 herbergja hótel við Skógarböðin

Stefna á að byggja 120 herbergja hótel við Skógarböðin

Eigendur Skógarbaðanna í Eyjafirði stefna á að byggja 120 herbergja hótel við böðin. Hönnun hótelsins verður eins og baðanna þannig að það mun falla inn í umhverfið. Þetta kemur fram á Akureyri.net

„Já, við ætlum okkur að „fela“ hótelið inni í landslaginu, eins og böðin,“ segir Finnur Aðalbjörnsson á Akureyri.net eftir Finni Aðalbjörnssyni. Finnur og eiginkona hans, Sigríður María Hammer, eru aðaleigendur Skógarbaðanna.

Hjónin hafa þegar lagt inn umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið og Finnur segir vel hafa verið tekið á móti þeim hjá bæjaryfivöldum og að hann sé bjartsýnn á að fá byggingarleyfi. Stefnt verður að opnun árið 2024.

„Ég ætla að reisa húsið, ég kann það, en reksturinn verður í höndum einhverra sem kunna að reka hótel,“ segir Finnur í samtali við Akureyri.net þar sem má finna ítarlegri umfjöllun.

UMMÆLI

Sambíó