Stefna á að fækka bensínstöðvum á Akureyri

Stefna á að fækka bensínstöðvum á Akureyri

Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, segist reikna með því að bensínstöðvum á Akureyri fækki í framtíðinni. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þar segir að það séu nærri helmingi fleiri bensínstöðvar á Akureyri en í Reykjavík ef miðað er við íbúafjölda. Halla segir að stefna bæjarins sé að jarðefnaeldsneyti víki fyrir nýjum orkugjöfum og þá muni bensínstöðvum fækka.

Í dag eru 12 bensínstöðvar á Akureyri. Halla reiknar með að þær breytist yfir í fjölorkustöðvar sem þjónusti allar tegundir af bílum og að þeim muni fækka.

Í skipulagi bæjarins eins og það lítur út í dag sé gert ráð fyrir fækkun á bensínstöðvum.

UMMÆLI

Sambíó