Stefnt á að opna nýju stólalyftuna í næstu viku

Stefnt á að opna nýju stólalyftuna í næstu viku

Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verður tekin í notkun í næstu viku samkvæmt upplýsingum á Akureyri.net í dag.

Þar segir að stefnt hafi verið að því að taka hana formlega í notkun næsta miðvikudag en líklega verði föstudagurinn fyrir valinu vegna veðurspár.

Lyftan verður látin ganga í tvo daga áður en hún verður formlega opnuð fyrir skíðafólk. Formleg opnun með ræðuhöldum og tilheyrandi verður að öllum líkindum föstudaginn 12. mars samkvæmt umfjöllun Akureyri.net.

UMMÆLI