Krónan Akureyri

Stefnt að því að hefja bólusetningar barna á Norðurlandi í næstu viku

Stefnt að því að hefja bólusetningar barna á Norðurlandi í næstu viku

Stefnt er að því að hefja bólusetningar barna, 5 til 11 ára, á Norðurlandi um miðja næstu viku. Heilsugæslustöðin og aðgerðastjórn vinna saman að verkefninu en horfið hefur verið frá því að bólusetja í skólum og þess í stað ákveðið að nýta aðstöðu á slökkvistöð þar sem bólusetningar hafa farið fram hingað til og hefur reynst vel.

Byrjað verður á að bólusetja grunnskólabörn og í framhaldi af því leikskólabörn. Allir sem að verkefninu koma eru nú að undirbúa framkvæmd bólusetninganna til að allt gangi eins vel og hægt er. Lögð er áhersla á öryggi, trúnað og að upplifun barnanna verði góð. 

Heilsugæslan skipuleggur fyrirkomulag bólusetninganna og eru skólahjúkrunarfræðingar þar í lykilhlutverki. Læknir og sjúkraflutningamenn verða líka á bólusetningastað.

Foreldrar sem fara með forsjá barns og deila með því lögheimili þurfa að skrá barn sitt í bólusetninguna. Hlekkur á skráningarsíðu er væntanlegur á HSN.is.

Þar er hægt að:

  • skrá barn sitt í bólusetningu
  • skrá aðra aðila sem heimilt er að fylgja barninu í bólusetningu
  • hafna/bíða með bólusetningu

Þegar barn hefur verið skráð í bólusetningu er sent strikamerki með SMS skilaboðum. Það er á ábyrgð forsjáraðila að senda strikamerkið áfram ef það vill að einhver annar fylgi barninu í bólusetningu. Það að sýna strikamerki á bólusetningastað er því ígildi samþykkis.

Forsjáraðilar barna á þessum aldri sem ekki nota Heilsuveru munu geta skráð barn sitt í bólusetningu á bolusetning.covid.is.(ekki tilbúið en hlekkur kemur hér inn fljótlega) 

Upplýsingar verða uppfærðar á vef Heilbrigðisstofnunnar Norðurlands eftir því sem þær liggja fyrir.

Ketilkaffi

UMMÆLI

Sambíó